Handbolti

Ólafur í þriggja leikja bann

Hnefahögg íslenska landsliðsmannsins kostaði hann þriggja leikja bann.

Ólafur Gústafsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í janúar. Fréttablaðið/Getty

Ólafur Gústafsson, leikmaður KIF Kolding, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd danska handknattleikssambandsins.

Í leik gegn Nordsjælland á mánudaginn kýldi Ólafur Nicolas Lundbye Kristiansen í magann. Atvikið, sem má sjá hér fyrir neða, fór fram hjá dómurum leiksins sem refsuðu Ólafi ekki.

Hafnfirðingurinn slapp hins vegar ekki við refsingu frá aganefndinni. Ólafur missir af leikjum Kolding gegn Ribe-Esbjerg, Skjern og GOG.

Síðustu dagar hafa ekki verið góðir fyrir Kolding. Á mánudaginn tapaði liðið fyrir Nordsjælland, á þriðjudaginn var þjálfarinn (Lars Frederiksen) rekinn og í dag var Ólafur úrskurðaður í þriggja leikja bann.

Kolding er í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með tólf stig, sex stigum frá sæti í úrslitakeppninni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Ólafur heppinn að dómarinn sá ekki hnefahögg hans

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing