Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði sænska liðsins Kristianstad, mun ekki leika með íslenska karlalandsliðinu í handbolta í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni EM 2022 sem fram undan eru. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni handbolti.is.

Ólafur Andrés varð fyrir fyrir meiðslum í leik Kristiansdand gegn Guif í sænsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og segir skyttan í samtali við handbolta.is að um sé að ræða smávægilega tognun aftan í læri sem haldi honum líklega í um tvær vikur utan vallar.

Af þessum sökum var Ólafur Andrés fjarri góðu gamni þegar Kristiansand lagði Dinamo Búkarest að velli í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Ísland leikur við Litháen í fyrri leik sínum í komandi landsliðsglugga á miðvikudagnn eftir slétta viku og laugardaginn 7. nóvember etur íslenska liðið kappi við Ísrael. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni.