Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu, er orðaður við stöðu þjálfara hjá karlaliði danska félagsins Esbjerg. Það er sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason sem vekur máls á þessum orðrómi á twitter-síðu sinni.

Ólafur Helgi hefur áður tvisvar sinnum áður verið orðaður þjálfarastarfið hjá Esbjerg, í fyrra skiptið síðasta haust og svo aftur fyrr í sumar. Í bæði skiptin endaði það svo að Ólafur Helgi hélt tryggð við FH-inga.

Esbjerg féll úr úrvalsdeildinni á nýlokinni leiktíð og ætlar að fá nýjan aðalþjálfara í brúnna hjá liðinu. Ólafur Helgi ku vera á blaði hjá forráðamönnum Esbjerg í þjálfaraleit þeirra.

FH situr í áttunda sæti Íslandsmótsins í knattspyrnu karla með sjö stig eftir fyrstu fimm leiki sína. Hjörvar nefnir Davíð Þór Viðarsson sem lagði skóna á hilluna síðasta haust til sögunnar sem hugsanlegan eftirmann Ólafs Helga ef af verður að hann yfirgefi Hafnarfjarðarliðið.