Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristins­dóttir er nú aftur komin á völlinn eftir að hún eignaðist barn í lok júní síðast­liðnum og virtist hún skemmta sér vel þar með syni sínum, ef marka má Insta­gram færslu hennar.

„Þessi litli gaur hjálpaði mér við að stíga fyrstu skrefin aftur í golfið,“ skrifar Ólafía og birtir mynd af sér með syninum. „Það var gaman!“

Ólafía greindi frá því fyrir tæp­lega tveimur vikum að sonur þeirra Thomas Boja­nowski hafi fengið nafnið Maron Atlas Thomas­son en um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna.

Endur­koma Ólafíu í golfið er vafa­laust kær­komin en hún er einn fremsti í­þrótta­maður okkar Ís­lendinga og var til að mynda valin Í­þrótta­maður ársins árið 2017.