Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir geta unnið sér inn gullstöng sem er að virði 1,6 milljóna ef þær fara holu í höggi í móti helgarinnar á Evrópumótaröðinni.

Guðrún og Ólafía eru mættar til Sviss þar sem VP Bank meistaramótið fer fram sem er hluti af Evrópumótaröðinni, næst sterkustu mótaröð heims.

Evrópumótaröðin tilkynnti að allir þeir kylfingar sem næðu að fara holu í höggi á elleftu holu Holzhäusern vallarins fá 200 gramma gullstöng að verðlaunum.

Að sögn Evrópumótaraðarinnar er 200 gramma gullstöng verðmetin á 9750 evrur eða um 1,6 milljón íslenskra króna.