Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir deildi með fylgjendunum á samskiptamiðlum sínum stuttu myndbandi af henni að spila golf í gær.

Í uppfærslunni segist hún hafa leikið sjö holur en í myndbandinu sést hún leika lykkjuna Landið á Korpúlfsstaðarvelli.

Ólafía Þórunn eignaðist fyrsta barn sitt fyrr í sumar en hún varð árið 2017 fyrsti íslenski kylfingurinn til að öðlast þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni.

Hún virðist vera að vinna í því að ná fyrri kröftum og gætu Íslendingar fengið að sjá einn fremsta kylfing landsins keppa á erlendri grundu á ný á næstu árum.