Golf

Ólafía Þórunn fer aftur af stað í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik á Kingsmill meistaramótinu í golfi í dag sem fer fram í Williamsburg í Virginíufylki en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi.

Ólafía horfir á eftir upphafshöggi í Texas fyrir tveimur vikum. Fréttablaðið/Getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik á Kingsmill meistaramótinu í golfi í dag sem fer fram í Williamsburg í Virginíufylki en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi.

Er þetta næst síðasta mótið áður en kemur að Opna bandaríska meistaramótinu en kylfingar á LPGA-mótaröðinni fengu hvíld um síðustu helgi eftir fjögurra vikna törn þar sem leikið var um hverja helgi.

Síðasta mót var sífellt truflað af veðri í Texas en það var stytt niður í 36 holu mót og þurfti Ólafía að leika 35 af 36 holunum á sama degi.

Fataðist henni flugið á seinni níu holunum eftir frábæran fyrsta hring en hún hafnaði í 32. sæti og fékk tæplega 7300 dollara í sinn hlut.

Hefur Ólafía leik rétt rúmlega fjögur á íslenskum tíma en hún er með Lee Lopez frá Bandaríkjunum og Paula Reto frá Suður-Afríku í ráshóp.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Birgir Leifur meðal efstu kylfinga í Tékklandi

Golf

Ólafía undir pari eftir fyrsta hring

Golf

Myndband: Sjáðu völlinn sem Ólafía leikur um helgina

Auglýsing

Nýjast

NBA

Paul missir af sjötta leik Houston og Golden State

Enski boltinn

Liverpool leggur fram tilboð í Fekir á næstu dögum

NBA

LeBron sló met Bryants og Malones

Enski boltinn

Fred staðfestir viðræður við United

HM 2018 í Rússlandi

Nýja HM lagið: Lifðu lífinu

NBA

Steph Curry hittir illa þegar leikurinn er undir

Auglýsing