Golf

Ólafía Þórunn þarf að berjast fyrir sæti sínu

Það kemur í ljós í næsta mánuði hvort að Ólafía Þórunn Kristinsdóttur mun halda fullum keppnisrétti á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótatóð heims í golfi kvenna á næsta keppnistímabili.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, tekur þátt í úrtökumóti fyrir LPGA á næstu leiktíð í október. Fréttablaðið/Þórsteinn

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir, atvinnukylfingur úr Golf­klúbbi Reykja­vík­ur, mun taka þátt á úr­töku­móti í Banda­ríkj­un­um í október næstkomandi. 

Þar kemur í ljós hvort að hún haldi áfram fullum keppnisrétti sínum á LPGA-mótaröðinni á næstu leiktíð. Farið er yfir stöðu mála hjá Ólafíu Þórunni í Morgunblaðinu í dag.

Frammistaða hennar á mótaröðinni á yfirstandandi leiktíð mun að öllum líkdinum ekki duga til þess að taka þátt á lokamótum mótaraðarinnar, Evian-risamótin, Asian-Tour og Tour Championship sem fram fara næstu mánuði.  

Úrtökumótið sem nefnt var hér að framan fer fram á Pinehurst-golfsvæðinu í Norður-Karólínu, en Ólafía Þórunn lagði stund á nám á sínum tíma í ríkinu í Wake For­rest-skól­an­um.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Guðrún Brá úr leik í Englandi

Golf

Kylfur Valdísar týndust líka á leiðinni frá Frakklandi

Golf

Ólafía ellefta

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Auglýsing