Golf

Ólafía Þórunn þarf að berjast fyrir sæti sínu

Það kemur í ljós í næsta mánuði hvort að Ólafía Þórunn Kristinsdóttur mun halda fullum keppnisrétti á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótatóð heims í golfi kvenna á næsta keppnistímabili.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, tekur þátt í úrtökumóti fyrir LPGA á næstu leiktíð í október. Fréttablaðið/Þórsteinn

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir, atvinnukylfingur úr Golf­klúbbi Reykja­vík­ur, mun taka þátt á úr­töku­móti í Banda­ríkj­un­um í október næstkomandi. 

Þar kemur í ljós hvort að hún haldi áfram fullum keppnisrétti sínum á LPGA-mótaröðinni á næstu leiktíð. Farið er yfir stöðu mála hjá Ólafíu Þórunni í Morgunblaðinu í dag.

Frammistaða hennar á mótaröðinni á yfirstandandi leiktíð mun að öllum líkdinum ekki duga til þess að taka þátt á lokamótum mótaraðarinnar, Evian-risamótin, Asian-Tour og Tour Championship sem fram fara næstu mánuði.  

Úrtökumótið sem nefnt var hér að framan fer fram á Pinehurst-golfsvæðinu í Norður-Karólínu, en Ólafía Þórunn lagði stund á nám á sínum tíma í ríkinu í Wake For­rest-skól­an­um.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Birgir Leifur úr leik

Golf

Guðrún Brá náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun

Golf

Guðrún Brá í baráttu um sigurinn

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Auglýsing