Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, missti af niðurskurðinum á Shoprite Classic mótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi um helgina.

Lokahringurinn fer fram í New Jersey í dag en aðeins þrír hringir eru leiknir á mótinu.

Ólafía fékk þrjá skolla, einn skramba og tvo fugla á hringnum í gær og kom í hús á þremur höggum yfir pari.

Samtals lék hún hringina tvo á sjö höggum yfir pari og deildi 125 sæti.