Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hringinn á Bank of Hope Founders mótinu í Arizona á tveimur höggum yfir pari. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía var á pari þegar kom að átjándu og síðustu holunni. Þar fataðist henni flugið, hún fékk skramba og endaði hringinn á tveimur höggum yfir pari sem breytir stöðu hennar talsvert fyrir annan hringinn. 

Ólafía fékk þrjá fugla og þrjá skolla á hringnum í dag. 

Hún er í 113. sæti mótsins þegar þetta er skrifað.