Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir atvinnukylfingur úr GR lauk leik í dag á Sy­metra Classic-mót­inu en mótið er hluti af Symetra mótaröðinni sem er sú næst sterkasta á eftir LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn lék þriðja og síðasta hring­inn á mótinu á 75 högg­um eða þrem­ur högg­um yfir pari vallarins en það er sama skor og hún spilaði annan hringinn á mótinu í gær.

Þetta var síðasta mót Ólafíu áður en hún tek­ur þátt í opna banda­ríska meist­ara­mót­inu sem er eitt af risamótum ársins í lok þessa mánaðar­. 

Ólafía Þórunn lék hringina þrjá á mótinu á samtals átta höggum yfir pari vallarsins og endaði í í 58.-61. sæti.