Atvinnukylingurinn Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir tryggði sér í nótt rétt til þess að verða á meðal þátttakenda á opna banda­ríska meist­ara­mótinu í golfi.

Það gerði hún með því að fara með sigur af hólmi á úr­töku­móti sem haldið var á Walnut Creek-vell­in­um í Kaliforn­íu en einungis sigurvegarinn á mótinu fékk farseðil á opna bandaríska.

Ólafía Þór­unn lék hring­ina tvo sem leiknir voru á mótinu á samtals 139 högg­um eða fimm högg­um und­ir pari vallarins. Fyrri hringinn lék hún 69 högg­um og svo þann síðari á 70 högg­um.

Hún er að keppa á opna bandaríska sem er eitt af risamótunum í golfi annað árið í röð en Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu í fyrra. Að þessu sinni verður mótið spilað í Charlist­on í Suður-Karólínu og fer fram dagana 30. maí til 3. júní.