Golf

Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst á sannfærandi hátt í gegnum niðurskurðinn á ​Mar­at­hon Classic-mót­inu í Sylvania í Ohio-ríki í Banda­ríkj­un­um, en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á LPGA mótaröðinni. Fréttablaðið/Getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfnigur, lék annann hringinn Mar­at­hon Classic-mót­inu í Sylvania í Ohio-ríki í Banda­ríkj­un­um á 68 eða þremur höggum undir pari vallarins, en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. 

Ólafía Þór­unn lék fyrsta hring­inn í gær á 70 högg­um eða einu höggi und­ir pari vall­ar­ins og var í 43.-58. sæti eftir fyrsta hringinn. Hún lék því samtals á fjórum höggum undir pari vallarins og er í 15. - 24. sæti á mótinu eins og sakir standa. 

Hún fékk fimm fugla og tvo skolla á hringnum, en paraði hinar tólf holurnar. Þetta var því stöðug og góð spilamennska hjá henni. 

Gert er ráð fyrir að efstu 70 kylfingar mótsins eftir tvo hringi komist í gegnum niðurskurðinn og kemst Ólafía Þórunn því þægilega áfram í gegnum niðurskurðinn. 

Mótið heldur áfram á morgun, laugardag, og lýkur svo á sunnudaginn kemur. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Guðrún Brá úr leik í Englandi

Golf

Ólafía Þórunn þarf að berjast fyrir sæti sínu

Golf

Kylfur Valdísar týndust líka á leiðinni frá Frakklandi

Auglýsing

Nýjast

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Auglýsing