Golf

Ólafía í einum af seinustu ráshópunum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer af stað á Marathon Classic á Highland Meadows golfvellinum í úthverfi Toledo-borgar í Ohio í dag en hún hún er í næst síðasta ráshóp dagsins.

Ólafía á PGA-meistaramótinu á dögunum ásamt kylfubera sínum. Fréttablaðið/Getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer af stað á Marathon Classic á Highland Meadows golfvellinum í úthverfi Toledo-borgar í Ohio í dag en hún hún er í næst síðasta ráshóp dagsins.

Tók hún einnig þátt í þessu móti í fyrra en þá náði hún niðurskurði og endaði í 45. sæti ásamt sex öðrum kylfingum á fjórum höggum undir pari. Gaf það henni rúmlega 6200 dollara í verðlaunafé.

Er þetta fimmta vikan í röð sem Ólafía leikur á LPGA-mótaröðinni en kylfingar fá frí frá keppni um næstu helgi þegar Opna breska meistaramótið fer fram hjá körlunum.

Ásamt Ólafíu eru Brittany Benvenuto og áhugakylfingurinn Lizzie Win í ráshópnum sem fer af stað 14:05 að staðartíma, rétt fyrir kvöldmatarleyti á Íslandi. Winn leikur fyrir Seton Hall-háskólann í bandaríska háskólagolfinu.

Ólafía er fyrir mótið í 136. sæti á peningalistanum með samtals 27.510$ í heildarvinning á tímabilinu en áttatíu efstu kylfingarnir í lok tímabils halda keppnisrétt sínum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Birgir Leifur úr leik

Golf

Guðrún Brá náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun

Golf

Guðrún Brá í baráttu um sigurinn

Auglýsing

Nýjast

Mistök kostuðu Ísland sigurinn gegn spræku liði Katars

Van Dijk skaut Hollandi áfram í Þjóðadeildinni

FH bjargaði stigi í hádramatísku jafntefli gegn Val

Verðskuldað jafntefli í lokaleik ársins gegn Katar

Kolbeinn fagnaði byrjunarliðssætinu með marki

Kolbeinn og Eggert koma inn í liðið gegn Katar

Auglýsing