Golf

Ólafía í 43. sæti eftir fyrsta hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er í 43. sæti á Marathon Classic-mótinu sem fram fer í Ohio um helgina á LPGA-mótaröðinni eftir að hafa komið í hús á einu höggi undir pari.

Ólafía reynir að lesa flötina á Highland-Meadows vellinum í gærkvöld. Fréttablaðið/Getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er í 43. sæti á Marathon Classic-mótinu sem fram fer í Ohio um helgina á LPGA-mótaröðinni eftir að hafa komið í hús á einu höggi undir pari.

Er þetta fimmta helgin í röð sem Ólafía tekur þátt í móti á LPGA-mótaröðinni og fer það fram á Highland Meadows-vellinum í úthverfi Toledo. Er þetta annað árið í röð sem Ólafía tekur þátt í þessu móti en hún náði niðurskurðinum í fyrra.

Ólafía sem var í einum af síðustu ráshópum dagsins fékk fyrsta fugl dagsins á þriðju braut lék afar stöðugt golf. Var hún á einu höggi undir pari án skolla eftir sextán holur en skolli á sautjándu kom henni aftur á parið.

Fugl á lokaholunni kom henni aftur undir par vallarins og í 43. sætið ásamt 14. öðrum kylfingum ásamt kylfingum á borð við Lexi Thompson, Tiffany Joh og og Lexi Thompson.

Fer hún aftur af stað rétt eftir hádegi í dag en þá hefur hún leik á tíundu braut.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Golf

Var að slá frábærlega á mótinu

Golf

Guðmundur Ágúst sigraði á Spáni

Auglýsing

Nýjast

Fundarhöld um framtíð Sarri

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Auglýsing