Golf

Ólafía á einu höggi yfir pari á Spáni

Ólafía Þórunn og Birgir Leifur komu bæði í hús á einu höggi yfir pari á Evrópumótaröðum kvenna- og karla í dag.

Ólafía slær af teig. Fréttablaðið/Getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, kom í hús á 72 höggum eða einu höggi yfir pari á Estrella Damm mótinu á Evrópumótaröðinni á Spáni í dag og er í 69. sæti þegar fyrsti dagur mótsins er að klárast.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er ekki með að þessu sinni en hún er að undirbúa sig fyrir úrtökumót fyrir LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum þessa dagana.

Ólafía fékk tvo skolla á fyrri níu holum dagsins eftir að hafa ræst út á 10. teig og átti síðar eftir að bæta við einum skolla til viðbótar á 17. holu dagsins. 

Tveir fuglar á seinni níu holunum þýddu að hún lék hringinn á einu höggi yfir pari vallarins.

Fyrr í dag lauk Birgir Leifur Hafþórsson fyrsta hring á portúgalska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröð karla og er hann í 122. sæti eftir fyrsta hring.

Kom Birgir Leifur í hús á 73 höggum, tveimur höggum yfir pari vallarins.

Fékk hann einn fugl og einn skolla á fyrri níu holum dagsins en skrambi á 12. braut reyndist honum dýrkeyptur.

Verður erfitt fyrir hann að ná niðurskurði úr þessu en á mótinu eru heimsfrægir kylfingar á borð við Sergio Garcia, Carl Schwartzel og Shane Lowry.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Val­dís hefur leik á öðru stigi úr­töku­móts LPGA í dag

Golf

Axel í erfiðum málum í Portúgal

Golf

Evrópa vann Ryder-bikarinn

Auglýsing

Nýjast

Raunhæft að stefna á Tókýó 2020

Markmiðið var að vinna gull

Selfoss á toppinn

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Auglýsing