Stuðningsmenn Frankfurt gengu berserksgang á götum Napólí í gær, en lið þeirra mætti þá heimamönnum í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Leiknum sjálfum lauk 3-0 fyrir Napoli, sem er langefst á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Napoli vann einvígið þar með 5-0, en fyrri leikurinn í Þýskalandi fór 2-0 fyrir Ítalina.
Það voru þó atburðir í miðborg Napólí fyrir leik sem stálu fyrirsögnunum. Stuðningsmönnum Frankfurt hafði verið bannað að mæta á leikinn í kvöld þar sem allt fór úr böndunum í fyrri leiknum. Um ansi blóðheitan hóp stuðningsmanna er að ræða.
Það stöðvaði skrílinn ekki í að mæta í miðborg Napólí í gær, brjóta þar og bramla. Meðal annars var kveikt í lögreglubíl.
Myndefni af þessu er ansi óhugnanlegt, en það má sjá hér að neðan.
Eintracht Frankfurt fans clashed with police in the city centre of Naples despite being banned from the Champions League return leg with Napoli 😳#BBCFootball pic.twitter.com/CPEH62HDWe
— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2023
Shocking scenes in Napoli. For all the beauty of German fan culture, this is absolutely shameful from Eintracht Frankfurt fans. No motive can justify it.pic.twitter.com/PpMtpZeYD1
— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) March 15, 2023