Stuðningsmenn Frankfurt gengu berserksgang á götum Napólí í gær, en lið þeirra mætti þá heimamönnum í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Leiknum sjálfum lauk 3-0 fyrir Napoli, sem er langefst á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Napoli vann einvígið þar með 5-0, en fyrri leikurinn í Þýskalandi fór 2-0 fyrir Ítalina.

Það voru þó atburðir í miðborg Napólí fyrir leik sem stálu fyrirsögnunum. Stuðningsmönnum Frankfurt hafði verið bannað að mæta á leikinn í kvöld þar sem allt fór úr böndunum í fyrri leiknum. Um ansi blóðheitan hóp stuðningsmanna er að ræða.

Það stöðvaði skrílinn ekki í að mæta í miðborg Napólí í gær, brjóta þar og bramla. Meðal annars var kveikt í lögreglubíl.

Myndefni af þessu er ansi óhugnanlegt, en það má sjá hér að neðan.