Oliver Stefánsson, leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins í knattspyrnu, Norrkpping, er með blóðtappa rétt fyrir neðan háls.

Oliver mun af þeim sökum ekki leika knattspyrnu næsta hálfa árið um það bil en hann hefur verði afar óheppinn með meiðsli síðustu misserin.

Frá þessu er greint á sænska miðlinum NT.

Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhannesson, liðsfélagar hans hjá Norrköping sýndu honum stuðning þegar liðið lagði AIK að velli með tveimur mörkum gegn engu í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.