Á dögunum komst það í fréttir að þrjú af þeim hótelum sem eru með samning við Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og munu taka á móti gestum í Katar í kringum HM í knattspyrnu síðar á árinu munu leyfa samkynhneigðum einstaklingum að dvelja hjá sér. FIFA segir slíkt var skýrt brot á samningum sambandsins við hótelin og þeim verði rift ef samkynhneigðum verður meina að dvelja á hótelum.

Í Katar er það ólöglegt að eiga í samkynja sambandi. Samkynhneigðir einstaklingar geta átt yfir sér allt að fimm ára fangelsisvist og þann raunveruleika þekkir Dr. Nasser Mohamed starfar sem ummönnunarlæknir í San Francisco í Kaliforníu.

Nasser flúði til Bandaríkjanna frá heimalandi sínu Katar vegna ofsókna og hættu á fangelsisvist fyrir það eitt að vera samkynhneigður. ,,Mér var sagt að það ætti að senda mig úr landi, ég ætti skilið að deyja," segir Nasser í samtali við BBC.

Hann segir það hafa verið erfitt að vakna á hverjum degi og óttast það sem dagurinn gæti mögulega borið í skauti sér. ,,Það er þess vegna mikill léttir fyrir mig að vakna áhyggjulaus núna, að þurfa ekki að reikna út hvert einasta skref af degi mínum sökum þess að ef ég afhjúpa það hver ég er gæti ég átt hættu á að týna lífi mínu. Þeir eru að reyna ritskoða tilveru okkar í grundvallaratriðum og stundum er það gert á mjög árásargjarnan hátt."

FIFA hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir að halda stærsta knattspyrnumót í heimi í landi þar sem staða mannréttinda er bág. Sömuleiðis hefur aðbúnaður farandverkafólks í landinu verið gagnrýndur í aðdraganda mótsins en hundruðir farandverkamenna hafa látið lífið í Katar síðan að tilkynnt var um að ríkið myndi verða gestgjafi HM í knattspyrnu 2022.

Stjórnvöld í Katar hafa fullvissað LGBTQ+ gesti um að þeir verði velkomnir á mótið en LGBTQ+ Katarar eiga í hættu á því daglega að verða dæmdir í fangelsi.