Enska lands­liðs­fram­herjanum og leik­manni Totten­ham Hotspur, Dele Alli, var kýldur og honum hótað með hníf af tveimur karl­mönnum sem brutust á heimili leik­mannsins í London í nótt.

Að því er kemur fram í frétt Daily Mail um málið hafði Alli verið í sjálf­skipaðri ein­angrun á heimilinu með bróður sínum, mökum þeirra, og vini. Þau voru öll á neðri hæð hússins þegar inn­brotið átti sér stað.

Átök urðu á milli þeirra og inn­brots­þjófanna og hlaut Alli meðal annars á­verka í and­liti eftir að einn þjófanna kýldi hann. Þjófarnir stálu ýmsum munum, til að mynda skart­gripum og úrum, áður en þeir flúðu af vett­vangi.

Mynd­efni úr eftir­lits­vélum við heimilið hefur verið af­hent lög­reglu og er nú verið að rann­saka málið. Engar hand­tökur hafa verið fram­kvæmdar í tengslum við málið.