Ögmund­ur Krist­ins­son landsliðsmarkvörður í knattspyrnu var í gær valinn leikmaður árs­ins hjá gríska liðinu Larissa.

Ögmund­ur spilaði alla 30 deildarleiki liðsins á nýliðinni leiktíð en liðið hafnaði 10. sæti í grísku úrvalsdeildinni. Hann fékk á sig 34 mörk í leikj­un­um 30 og stóð sig vel á sinni fyrsta keppnistimabili með liðinu.

Hann gekk til liðs við Larissa í ágúst á síðasta ári en þá skrifaði Ögmundur undir tveggja ára samning við félagið.

Ögmund­ur sem er upp­al­inn í Safamýrinni hjá Fram og lék með liðinu frá 2006 til 2014 hefur einnig leikið með Excelsi­or í Hollandi, Hamm­ar­by í Svíþjóð og Rand­ers í Dan­mörku á ferli sínum.

Þá á hann á að baki 15 leiki með ís­lenska A-landsliðinu.