Ofurtölvan notaðist við tölfræði og úrslit úr leikjum liða síðustu tuttugu ár til að komast að niðurstöðunni.

Óhætt er að segja að veðbankar séu ekki sammála þessari niðurstöðu þar sem Tékkland þykir meðal ólíklegustu liðanna á mótinu.

Danir eru í tíunda sæti styrkleikalista FIFA í aðdraganda mótsins en Tékkar eru í 40. sæti og hafa ekki komist lengra en átta liða úrslitin í stórmóti undanfarin sautján ár.

Samkvæmt útreikningum Sportsradar komast Englendingar í undanúrslitin líkt og Portúgal en Danir og Tékkar koma á óvart og komast áfram úr þeim viðureignum.

Í sömu útreikningum kemur fram að ríkjandi Heimsmeistarar Frakklands detti óvænt út í sextán liða úrslitunum.

Ef spáin gengur eftir nær Tékkland að leika eftir afrek liðs Tékkóslóvakíu árið 1976 sem vann einu verðlaunin í sögu landsliðsins en Tékkar léku einmitt til úrslita á EM 1996 á gamla Wembley þar sem úrslitaleikurinn fer fram í ár.