Enski boltinn

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Leicester

Mesut Özil var potturinn og pannan í 3-1 sigri Arsenal á Leicester í kvöld. Özil skoraði eitt, lagði upp annað og átti stóran þátt í þriðja marki Arsenal sem brást vel við eftir að hafa lent undir snemma leiks.

Özil fagnar marki sínu þegar hann jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks Fréttablaðið/Getty

Mesut Özil var potturinn og pannan í 3-1 sigri Arsenal á Leicester í kvöld. Özil skoraði eitt, lagði upp annað og átti stóran þátt í þriðja marki Arsenal sem brást vel við eftir að hafa lent undir snemma leiks.

Gestirnir frá Leicester voru stórkostlegir framan af og komust verðskuldað yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar skot Ben Chilwell fór af Hector Bellerín og í netið. 

Özil jafnaði metin með snyrtilegri afgreiðslu undir lok fyrri hálfleiks og var staðan jöfn í hálfleik. Wilfried Ndidi var hársbreidd frá því að koma Leicester aftur yfir í seinni hálfleik en skalli hans af stuttu færi fór í slánna.

Skytturnar voru fljótar að refsa, Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir eftir góðan undirbúning Bellerín og Özil nokkrum mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Özil og Alexandre Lacazette sundurspiluðu vörn Leicester áður en Özil lagði upp þriðja mark Aubameyang á 66. mínútu leiksins sem gerði út um leikinn.

Var þetta sjöundi sigur Arsenal í röð í deildinni og sá tíundi í röð í öllum keppnum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Higuain færist nær Chelsea

Enski boltinn

Spurs selur Dembélé til Kína

Enski boltinn

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Auglýsing

Nýjast

Æfingar hafnar á La Manga

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Harden með 115 stig í síðustu tveimur leikjum

Auglýsing