Ísland endaði í 2. sæti í undanúrslitum í kvennaflokki á Evrópumótinu í hópfimleikum í Portúgal.

Íslenska kvennaliðið komst þar með í úrslit líkt og blandað lið fullorðinna, stúlknaliðið og blandað lið unglinga.

Íslenska kvennaliðið fékk 55,100 í einkunn fyrir æfingar sínar í undanúrslitunum í dag. Svíar fengu hæstu einkunnina, eða 56,750. Danir urðu í 3. sæti með 54,600 í einkunn.

Keppt verður í úrslitum í fullorðinsflokki á laugardaginn. Úrslitin í unglingaflokki fara fram á morgun.