Sport

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Ísland á lið í úrslitum í fjórum flokkum á Evrópumótinu í hópfimleikum í Portúgal.

Íslenska kvennaliðið er komið í úrslit á EM. Mynd/Fimleikasamband Íslands

Ísland endaði í 2. sæti í undanúrslitum í kvennaflokki á Evrópumótinu í hópfimleikum í Portúgal.

Íslenska kvennaliðið komst þar með í úrslit líkt og blandað lið fullorðinna, stúlknaliðið og blandað lið unglinga.

Íslenska kvennaliðið fékk 55,100 í einkunn fyrir æfingar sínar í undanúrslitunum í dag. Svíar fengu hæstu einkunnina, eða 56,750. Danir urðu í 3. sæti með 54,600 í einkunn.

Keppt verður í úrslitum í fullorðinsflokki á laugardaginn. Úrslitin í unglingaflokki fara fram á morgun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Haukar nálgast toppliðin - Stjarnan úr botnsætinu

Fótbolti

Solari fær langtímasamning hjá Real Madrid

Auglýsing

Nýjast

Tveggja leikja bann fyrir pirringskastið

Rooney mun klára ferilinn í Bandaríkjunum

Birgir Leifur úr leik

Rekinn eftir 73 daga í starfi

Helena: Einhvern veginn allt að

Helena á heimleið

Auglýsing