Körfubolti

Ökklameiðsli Antonio Hester ekki alvarleg

Antonio Hester, einn mikilvægasti leikmaður Tindastóls, segir að ökklameiðslin sem hann varð fyrir í leik gærdagsins séu ekki alvarleg og gerir ráð fyrir að vera klár í slaginn þegar úrslitaeinvígið hefst.

Hester, hér hægra megin á myndinni, verður klár í slaginn þegar úrslitaeinvígið hefst. Fréttablaðið/Eyþór

Antonio Hester segir að meiðsli sín séu ekki alvarlega og að hann verði klár í slaginn þegar úrslitaeinvígið hefst í Dominos-deild karla en hann greindi frá þessu á Twitter í dag.

Hester fór meiddur af velli undir lok leiksins í gær er Tindastóll vann sigur á ÍR á heimavelli og komst um leið í úrslitin í annað sinn á síðustu fjórum árum.

Hester sem var með 26 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar fram að því er algjör lykilleikmaður hjá Stólunum en í hans fjarveru kom Chris Davenport inn og reyndist liðinu drjúgur á lokamínútunum.

Spurði fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal mikilvægasta mann Stólanna á Twitter í morgun hvernig ökklinn væri og virtist hann engar áhyggjur hafa.

Stólarnir fylgjast eflaust með leik KR og Hauka í kvöld í DHL-höllinni til að fylgjast með verðandi andstæðingum en það er ljóst að Hester verður klár í slaginn í úrslitaeinvíginu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Tindastóll getur unnið tvöfalt

Körfubolti

Uppgjör fyrir fyrsta fjórðung í Dominos-deild kvenna

Körfubolti

Setti niður sex þrista í 4. leikhluta

Auglýsing

Nýjast

Atli verður áfram í Kaplakrika

Leik ÍBV og Þórs/KA frestað vegna veðurs

Bjarki Már biður um þinn stuðning

Tvær FH-tíur tóku morgunæfingu í Kaplakrika

Nokkrir sóttu um starf yfirmanns knattspyrnumála

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Auglýsing