Óðni Þór Ríkharðssyni, leikmanni danska liðsins Tvis Holstebro, hefur verið bætt í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem mætir Litháen í undankeppni EM 2022 í næstu viku.

Þar sem Kristján Örn Kristjánsson sem kallaður var inn í hópinn í gær á í hættu að lenda í sóttkví eftir að tveir leikmenn AIX Pauc greindust með Covid-19 hefur verið ákveðið að kalla Óðinn Þór inn í leikmannahóp íslenska liðsins í hans stað.

Þetta er fjórða breytingin sem Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur þurft að gera á upprunalegum hópi sínum.

Ólafur Andrés Guðmundsson er meiddur og Arnór Þór Gunnarson og Oddur Grétarsson geta ekki tekið þátt í leiknum af persónulegum ástæðum.

Leikurinn gegn Litháen fer fram miðvikudaginn 4. nóvember næstkomandi í Laugardalshöll,