Val­ur mæt­ir danska liðinu Tvis-Hol­ste­bro í fyrstu um­ferð Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í hand­bolta karla. Með Tvis-Holstebro leikur Óðinn Þór Rík­h­arðsson en Óðinn Þór kom til liðsins frá GOG fyrr í sum­ar.

Í fyrstu um­ferðinni leika mæta 30 lið til leiks en fyrsta umferðin var bæði styrkleikaröðuð og svæðisskipt. Markmiðið var að fækka ferðalögum vegna kórónaveirufaraldursins og til þess að lækka kostnað.

Val­ur var í neðri styrk­leika­flokki þegar dregið var. Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans hjá þýska liðinu Melsungen mæta Bjerringo-Silkeborg. Leikirnir í fyrstu umferðinni fara fram í lok ágúst.