Handboltamaðurinn Oddur Gretarsson hefur fest sig til ársins 2023 hjá þýska félaginu Balingen-Weilstetten. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Balingen.
Þessi 31 árs gamli vinstri hornamaður hefur spilað fyrir Balingen frá því árið 2017 en þar áður lék hann með Emsdetten í Þýskalandi.
Oddur sem lék með Akureyri hér heima áður en hann söðlaði um í atvinnumennsku hefur leikið 36 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en hann fór með liðinu á heimsmeistaramótið í Egyptalandi árið 2021.
Hann hefur verið fjarri góðu gamni á yfirstandandi leiktíð vegna meiðsla.