Þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins gerir engar breytingar á byrjunarliðinu frá 9-0 sigrinum á Lettlandi fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld.

Þetta er afar mikilvægur leikur fyrir íslenska liðið í undankeppni EM 2022. Bæði lið eru með fullt hús stiga fyrir leikinn.

Sveindís Jane Jónsdóttir heldur sæti sínu sem sóknartengiliður eftir að hafa slegið í gegn í frumraun sinni og fær Alexandra Jóhannsdóttir áfram traustið við hlið Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur á miðjunni.

Byrjunarliðið má sjá hér fyrir neðan en leikurinn hefst klukkan sex.

Markmaður: Sandra Sigurðardóttir. Vörn: Hallbera Guðný Gísladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Miðja: Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir. Sókn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Elín Metta Jensen, Sveindís Jane Jónsdóttir.