Umræddur leikmaður hefur síðustu daga dvalið á Sóttvarnarhótelinu í Reykjavík. Þetta staðfestir þjálfari liðsins í samtali við Fréttablaðið.

Enginn leikmaður eða aðili í kringum liðið greindist í kjölfarið af smiti þessa leikmanns.

Á samfélagsmiðlum hafa verið sögur um að leikmaðurinn hafi þurft að leggjast inn á Landspítala vegna sýkingarinnar. Þjálfari liðsins segir það ekki rétt en hann hafi farið í skoðun á spítalanum en farið svo aftur á hótelið.

Mikil aukning hefur verið í COVID-19 smitum á Íslandi undanfarna daga en 178 greindust smitaðir af veirunni í gær.