Leikmenn og starfslið NBA-liðanna í körfubolta sem eru ekki bólusettir gegn Covid-19 veirunni munu þurfa að gangast undir vikulega skimun fyrir veirunni á meðan NBA tímabilið er í gangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NBA deildinni til liðanna sem send var út í gær.

Gerð verður undanteking fyrir þau sem hafa nýlega greinst með veiruna og náð sér að fullu.

Að auki munu leikmenn og starfslið þurfa að fara í skimun fyrir veirunni finni þau fyrir einkennum, óháð því hvort þau séu bólusett eða ekki. Flestir leikmenn í NBA deildinni eru bólusettir