Hópur körfuboltadómara, sem var sagt upp störfum hjá NBA deildinni sökum þess að þeir neituðu að láta bólusetja sig fyrir Covid-19 veirunni, ætla sér að lögsækja deildina.

Það er Reuters sem greinir frá málavendingunum en dómararnir segja forráðamenn deildarinnar hafa neitað að hafa þá í starfi þar sem þeir voru óbólusettir fyrir Covid-19 en deildin hafði lagt af allar takmarkanir varðandi Covid-19 fyrir yfirstandandi tímabil.

Í lögsókninni er NBA deildin sökuð um brot á borgararéttindum sem og mannréttindalögum New York fylkis og borgar.