Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna, var meðal þeirra sem tóku sér sæti í rafrænu stúkunni í fyrsta leik Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar í nótt.

Úrslitin í NBA-deildinni hófust í nótt og vann Lakers öruggan sigur í fyrsta leik. Líkt og alla úrslitakeppnina eru engir aðdáendur á vellinum í Orlando en áhorfendur geta fengið sæti í rafrænni stúku (e. virtual attendence).

Undanfarna áratugi hefur frægasta fólk Bandaríkjanna iðulega mætt á úrslitaleiki NBA-deildarinnar og fundu nokkrir sér leið inn í stúkuna fyrir miðjum velli í gær.

Við hlið Obama voru Lakers-goðsagnirnar Shaquille O'Neal og James Worthy en þar mátti einnig fyrra fjölmargar goðsagnir innan NBA-deildarinnar.

Pau Gasol sem var í lykilhlutverki í síðasta meistaraliði Los Angeles Lakers, heiðraði minningu Kobe Bryant, með því að klæðast treyju Bryant í stúkunni.