John Stones, Ruben Loftus-Cheek og Fabian Delph þurftu allir að draga sig úr enska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Tékklandi og Svartfjallalandi í dag vegna meiðsla en í þeirra stað kemur James Ward-Prowse, leikmaður Southampton.

Ward-Prowse lék eina landsleik sinn fyrir hönd Englands árið 2017 þegar hann kom við sögu í æfingarleik gegn Þýskalandi.

Þá er Jordan Henderson tæpur vegna meiðsla og mun koma seint til liðs við landsliðið á meðan hann er í endurhæfingu á æfingarsvæði Liverpool.

England hefur leik í undankeppni Evrópumótsins 2020 á föstudaginn þegar þeir taka á móti Tékkum.