Listamaðurinn sem vann að húðflúrinu deildi myndbandi á Instagram fyrir viku síðan þar sem framherjinn frá Gabon var að bæta nýju húðflúri við höndina.

Aubameyang skoraði þrennu þegar Arsenal vann 4-2 sigur á Leeds um helgina en gæti átt yfir höfði sér refsingu ef hann verður fundinn sekur.

Framherjinn virðist vera að finna fæturna á ný eftir misjafnar frammistöður í upphafi tímabils.