KSÍ hefur ráðið Fannar Helga Rúnars­son í starf leyfis­stjóra á skrif­stofu KSÍ frá og með 1. febrúar nk. Fannar mun al­farið taka við stjórn leyfis­mála og mann­virkja­mála hjá KSÍ og að­stoða aðildar­fé­lög að fram­fylgja kröfum leyfis­kerfis KSÍ og UEFA ár hvert.

Fannar Helgi út­skrifaðist með BSc í í­þrótta­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík árið 2014 og með M.Sc. í í­þrótta­stjórnun frá Mold­e Uni­versity árið 2016.

Hann hefur ára­langa reynslu af því að starfa í knatt­spyrnu­hreyfingunni, m.a. hjá knatt­spyrnu­fé­lagi Víkings sem í­þrótta­stjóri frá 2016 til loka árs 2022 en sam­hliða því hefur hann starfað við fjölda annarra verk­efna í sam­starfi við KSÍ.