Dómsmál á hendur knattspyrnumanninum Benjamin Mendy, leikmanni Manchester City sem og meintum samverkamanni hans Louis Saha Matturie er hafið í réttarsal. Alls eru nauðgunarkærurnar á hendur Benjamin Mendy átta talsins og auk þess hefur borist kæra er snýr að annars konar kynferðisofbeldi sem og tilrain til nauðgunar. Timothy Cray, saksóknari ákæruvaldsins hefur flutt opnunarræðu sína í dómssal og hann sagði málflutning ákæruvaldsins nokkuð einfaldann.

„Þetta mál á lítið skylt við fótbolta. Við segjum miklu frekar að þetta sé annar kafli í mjög gamalli sögu um karlmenn sem nauðga og brjóta kynferðislega á konum vegna þess að þeir eru í valdastöðu og vegna þess að þeir telja sig geta komist upp með slíkt athæfi."

Cray segir að tilfinningar og líðan fórnarlambanna hafi verið virtar af vettugi af Mendy og samverkamanni hans. ,,Þetta voru skipulagðar og úthugsaðar ákvarðanir sem sakborningarnir tóku, langanir sem þeir fengu alltof oft útrás fyrir að fullnægja."

Saksóknarinn greindi þá frá því að kviðdómurinn í málinu muni á næstu dögum fá að heyra sögur 13 kvenna. ,,Okkar málflutningur er sá að eftirför sakborninganna á eftir þessum 13 konum breytti þeim í rándýr sem voru reiðubúin að fremja alvarleg kynferðisbrot. Sú staðreynd að þeir tóku ekki neitun sem gildu svari er eitthvað sem kviðdómurinn mun heyra oft á næstu dögum."

Brot Mendys eru sögð hafa átt sér stað á því sem The Sun lýsir sem einangruðu sveitasetri hans á tímabilinu október 2018 til ágúst 2021. Á því tímabili hafi níu af þessum konum komið inn í umrætt sveitasetur og eftir það hafi borist kvartanir og kærur um nauðgun og kynferðisbrot.

Símar teknir af konunum

Við komuna á sveitasetrið hafi Mendy og Saha tekið síma af konunum og sumar kvennanna halda því fram að þær hafi verið innikróaðar í læstum herberjum. ,,Berskjaldaðar, hræddar og einangraðar eru einnig orð sem þið munið heyra oft á næstu dögum," sagði Cray við kviðdóminn.

Hann bað kviðdómendur um að hafa það hugfast í gegnum málið hver það er sem hafi völdin og stjórnina í hendi sér í þeim aðstæðum sem konurnar 13 munu lýsa í dómssal.