Um var að ræða prófanir hjá liðinum í Formúlu 1 þar sem að meðal annars dekk næsta tímabils voru prófuð, þau eru umtalsvert stærri og meiri um sig heldur en dekkin sem keppt var á nýafstöðnu tímabili.

Verstappen keyrir hring um Abu Dhabi
GettyImages

Yfirleitt er yngri ökumönnum leyft að spreyta sig en heimsmeistarinn ákvað að aka um kappakstursbrautina í Abu Dhabi. Verstappen skartaði nýjum skóm sem Puma lét hanna í tengslum við heimsmeistaratitil hans.

Verstappen ók 121 hring um brautina í Abu Dhabi og þróunarökumaður Red Bull Racing, ók 96 hringi

Formúla 1 mun taka miklum breytingum fyrir næsta tímabil og því var þetta með þeim síðustu skiptum sem ökumenn gátu keyrt núverandi kynslóð Formúlu 1 bíla.