Knatt­spyrnu­konan Andrea Rán Snæ­feld Hauks­dóttir og banda­ríski hafna­bolta­leik­maðurinn Shane McClana­han, leik­maður MLB deildar liðsins Tampa Bay Rays eru par sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins.

Leiðir Andreu og Shane lágu saman er þau sóttu nám í Há­skólanum í Suður-Flórída á sínum tíma.

Andrea Rán er lands­mönnum vel kunnug en hún hefur á sínum knatt­spyrnu­ferli gert gott mót bæði sem at­vinnu og lands­liðs­maður. Hún var síðast á mála hjá mexí­kóska fé­laginu Club Améri­ca í úr­vals­deildinni þar í landi.

Þá hefur Andrea einnig spilað með liðum á borð við Hou­ston Dash, Le Havre og Breiða­blik á sínum feri auk þess sem hún spilaði yfir 70 leiki með South Fl­orida Bulls á meðan námi hennar stóð.

Þá á hún að baki tólf A-lands­leiki fyrir Ís­lands hönd.

Andrea var síðast á mála hjá Club America
Mynd: Club America

Hinn 25 ára gamli Shane McClana­han er einn af mest spennandi kösturum MLB deildarinnar um þessar mundir. Hann var valinn í fyrstu um­ferð ný­liða­vals deildarinnar og þreytti frum­raun sína í deildinni í úr­slita­keppninni í septem­ber fyrir rúmu ári síðan.

Með því varð hann fimmti leik­maðurinn í tæp­lega 150 ára sögu deildarinnar að fá eld­skírn sína í úr­slita­keppninni og fyrsti kastarinn. Síðan þá hefur Shane unnið sig upp í byrjunar­lið Tampa Bay Rays og skiluðu frammi­stöður hans á fyrri hluta yfir­standandi tíma­bils honum sæti í stjörnu­liði deildarinnar.

Þá var hann valinn leik­maður vikunnar í maí­mánuði. Rays eru í harðri bar­áttu um að komast í úr­slita­keppnina sem hefst í næsta mánuði.

Shane McClanahan, kastari Tampa Bay Rays
Fréttablaðið/GettyImages
Shane og Andrea á rauða dreglinum
Fréttablaðið/GettyImages

Hér má sjá viðtal sem var tekið við Shane á rauða dreglinum í kringum stjörnuleik MLB deildarinnar. Þar er Andrea Rán með honum í för: