Ný­krýndir heims­meistarar í knatt­spyrnu, karla­lands­lið Argentínu er á heim­leið frá Katar eftir að hafa unnið glæstan sigur gegn Frakk­landi í úr­slita­leik HM í Katar. Í nýrri færslu sem þjóð­hetja Argentínu, Lionel Messi birtir á sam­fé­lags­miðlum sést hann með heims­meistara­titilinn um borð í flug­vél.

Eftir mikið partý­stand nóttina eftir úr­slita­leikinn tók við flug hjá argentínska lands­liðinu frá Doha til Rómar á Ítalíu þar sem liðið milli­lenti áður en síðari leggur ferða­lagsins frá Róm til Buenos Aires í Argentínu hófst.

Búist er við því að flug­vélin með lands­liðið lendi í Buenos Aires lendi seint í kvöld en búið er að skipuleggja sigurhátíð sem á að fara fram á morgun. Hins vegar má leiða líkur að því að argentínska þjóðin muni ekki bíða svo lengi eftir því að hylla hetjurnar sínar.

Myndin sem Messi birtir á sam­fé­lags­miðlum mun kynda undir spennuna hjá argentínsku þjóðinni sem mun án efa veita nýjum hetjum landsins konung­legar mót­tökur.