Nýjasta æðið á meðal leikmanna í enska boltanum er að kaupa dótabíl fyrir börnin sín. Ekki er um að ræða neitt venjulegt einkta en bíllinn kostar um og yfir 7 milljónir.

Fyrir venjulegt fólk eru 7 milljónir fyrir fjölskyldubíl nokkuð vel í lagt. Bíllinn sem flestir af leikmönnunum í enska boltanum splæsa í er með 100 þúsund Swarovski Xirius-cut kristala á sér. Það tekur tvo mánuði að klára slíkt eintak.

Jesse Lingard með bílinn.

Á meðal þeirra sem hafa fest kaup á svona glæsikerru fyrir barnið sitt er Jesse Lingard leikmaður Manchester United. Bíllinn sem Lingard splæsti í fyrir unga dóttur sína er með einkanúmeri, teppalagt er innan í honum og þá er búið að sauma í leðursætið.

Dóttir Lingard sátt með bílinn.

Wilfried Zaha hjá Crystal Palace og Shane Long hjá Southampton eru einnig í hópi þeirra sem rifið hafa fram 40 þúsund pund í dótabíl fyrir börnin.

Það er fyrirtækið Half Scale Cars sem sér um að framleiða bílana og koma þeim til kaupanda.

Zaha sáttur með bílinn.