Tveir karl­menn hafa verið hand­teknir í tengslum við inn­brot á heimili enska knatt­spyrnu­mannsins Raheem Sterling. Frá þessu greinir Sky News.
Sterling, sem var í lands­liðs­verk­efni með Eng­landi á HM í Katar þegar inn­brotið átti sér stað, flýtti sér heim frá Katar eftir að hafa fengið veður af inn­brotinu.

Unnusta hans, á­samt tveimur sonum þeirra, var ekki heima þegar inn­brotið átti sér stað.

Um­ræddir menn sem voru hand­teknir eru nú í gæslu­varð­haldi og standa nú yfir­heyrslur yfir.

Sterling var, að sögn Sky News, brugðið er hann frétti af inn­brotinu. Þá hafi hann óttast um á­hrifin sem þetta gæti haft á börnin sín.

Í gær birtist grein hjá The Times eftir blaða­manninn marg­reynda Henry Win­ter sem hefur í gegnum tíðina tekið við­tal við Sterling oft.

Win­ter þekkir að­stæður Sterling vel og varpar í grein sinni ljósi á á­stæðurnar sem gætu legið að baki á­kvörðunar Sterling um að halda heim af HM.

Upp­­­vöxtur Sterling, sem átti ekkert fast heimili, valdi því að ekkert er honum mikil­­vægara en fjöl­­skyldan og öruggt þak yfir höfuðið.

,,Sterling bjó á átta mis­munandi stöðum í sinni æsku, fjöl­­skylda hans flutti á milli hostela áður en hún fann sama­stað," skrifar Win­ter meðal annars í grein sinni um mál­efni Sterling.