Enes Kanter Freedom, bar áður nafnið Enes Kanter. Hann er leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni í Bandaríkjunum, fæddur í Sviss og uppalinn í Tyrklandi.

Hann birti á dögunum myndskeið af því þegar að hann hlaut bandarískan ríkisborgararétt og þuldi þar upp nýja nafnið sitt, Enes Kanter Freedom.

Freedom merkir frelsi á íslenskri tungu. Enes segir þetta nafn endurspegla baráttu hans fyrir frelsinu til þessa í gegnum líf sitt.

,,Hér í Bandaríkjunum ríkir tjáningarfrelsi, trúfrelsi, fjölmiðlafrelsi. Ég naut ekki þessara réttinda í Tyrklandi," sagði Kanter í viðtali við CNN á dögunum.

Hann segir frelsi vera það besta sem einstaklingurinn geti átt. ,,Þess vegna vildi ég að þetta orð yrði hluti af mér og ég hef það með mér hvert sem ég fer.

Kanter kom fyrst til Bandaríkjanna árið 2009 og hefur síðan þá gagnrýnt stjórnvöld í ríkjum á borð við Tyrkland og Kína. Í október var komið í veg fyrir notkun á nafni hans á samfélagsmiðlum í Kína og útsendingar á leikjum hans með Boston Celtics voru ekki leyfðar eftir að hann kallaði forseta Kína, Xi Jinping, grimman einræðisherra.