Bandaríski tennisspilarinn Coco Gauff hefur tryggt sér sæti í þriðju umferð Wimbledon-mótinu í tennis kvenna sem leikið er þessa dagana.

Sá árangur er býsna merkilegur í ljósi þess að Gauff er aðeins fimmtán ára gömul. Hún gerði sér lítið fyrir og sló hina reynslumiklu stórstjörnu Venus Williams úr leik á mánudaginn var.

Þá varð hún yngsti keppandinn til þess að vinna leik á risamóti í 28 ár og enn fremur sú yngsta til að vinna leik á Wimbledon-móti í 28 ár.

Gauff vann svo Slóvakann Magdalénu Rybáriková í annarri umferðinni í dag og er þar af leiðandi komin áfram í þriðju umferð eða 32 manna úrslit. Næsti andstæðingur Gauff verður Slóveninn Polona Hercog frá Slóveníu.