Þetta setur mótið í uppnám. Það er barnalegt að halda að fleiri leikmenn muni ekki smitast fram að móti. Það verður sífellt erfiðara að einangra sig núna þegar að smitin fjölga sér á svona hraða," sagði Bent Nyegaard, á Sport TV2.

Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur
Mynd: Jyllands Posten

Smitist leikmaður á meðan að mótinu stendur þarf hann að fara í einangrun í tíu daga og framvísa tveimur neikvæðum PCR prófum áður en hann fær leyfi til þess að spila á ný.

Skörð eru hoggin í þónokkrum liðum á mótinu sökum kórónuveirunnar. Jannick Green, markvörður danska liðsins, greindist með Covid-19 á mánudaginn og mun missa af tveimur fyrstu leikjum Danmerkur á mótinu.

Þá hafa tveir leikmenn Króatíu, þeir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric, einnig greinst með veiruna og munu ekki geta spilað með Króatíu fyrr en í milliriðlunum, komist liðið svo langt.

Þetta er ekki tæmandi listi, smit hafa einnig komið upp í tengslum við íslenska landsliðið en þau virðast ekki ætla að hafa áhrif á hóp liðsins á Evrópumótinu. Þá eru andstæðingar Íslands í Portúgal í vandræðum eftir að smit kom upp í herbúðum liðsins.