FIFA er búið að samþykkja notkun nýrrar tækni við að fylgjast með rangstöðum fyrir HM í Katar sem fer fram síðar á þessu ári. Þetta er í fyrsta skiptið sem slík tækni er notuð.

Alþjóðaknattspyrnusambandið er búið að vera með kerfið (e. semi automated offside technology) í þróun undanfarin ár og kemur í stað þess að myndbandsdómarar teikni línur til að úrskurða um rangstöður.

Notast er við örflögu í boltunum sem skilar af sér gögnum fimm hundruð sinnum á sekúndu og nema sem gerir þeim kleift að notast við tölvuteikningar til að úrskurða hvort að leikmaðurinn hafi verið rangstæður.

Vonir standa til að með þessu verði ákvörðunartakan fljótari og skilvirkari fyrir áhorfendur og leikmenn.

Vonir standa til að það taki ekki lengri tíma en 25 sekúndur að úrskurða um rangstöðu með notkun nýja kerfisins.