Enska knattspyrnufélagði Wolves greindi frá því í dag að leikur karlaliðs félagsins við Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn kemur verði sá síðasti þar sem Nuno Espirito Santo verður við stjórnvölinn hjá liðinu.

Nuno, sem stýrt hefur Wolves í fjögur ár, framlengdi samning sinn við Wolves um þrjú ár í september síðastliðnum en hættir nú störfum samkvæmt gagnkvæmu samkomulagi aðilanna. Talið er að Nuno muni taka við stjórnartaumunum hjá Tottenhm Hotspur í sumar.

Þessi 47 ára Portúgali kom Wolves upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta keppnistímabili í brúnni hjá liðinnu. Næstu tveir leiktíðir hafnaði liðið í sjöunda sæti deildarinnar og komst í Evrópukeppni í fyrsta skipti í 39 ár.

Vorið 2019 komust Úlfarnir svo í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Fyrir lokaumferð úrvalsdeildarinnar er Wolves í 12. sæti deildarinnar og ljóst að liðið kemst ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð.