Enski boltinn

Nuno Espirito valinn stjóri mánaðarins

Nuno Espirito, knattspyrnustjóri Wolves, hefur verið valinn stjóri septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

Nuno Espirito fagnar sigri Wolves í leik liðsins á leiktiðinni. Fréttablaðið/Getty

Nuno Espirito, knattspyrnustjóri Wolves, sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla, hefur verið valinn stjóri septembermánaðar. 

Wolves hafði betur í þremur af fjórum deildarleikjum liðsins í september, en í fjórða leiknum gerði liðið 1-1 jafntefli gegn Manchester United. 

Sigrarnir voru hins vegar í leikjum liðsins á móti West Ham United, Burnley og Southampton. 

Portúgalinn tók við stjórnartaumunum hjá Úlfunum árið 2017 og kom liðinu upp úr B-deildinni á sinni fyrstu leiktíð við stjórnvölinn hjá liðinu. 

Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig þegar átta umferðir hafa verið leiknar í deildinni. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fjórði sigur Hamranna í röð

Enski boltinn

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Enski boltinn

Eriksen kom Spurs til bjargar

Auglýsing

Nýjast

Rodriguez með þrefalda tvennu

Mæta Spáni í HM-umspili

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Anton sló fjórða Íslandsmetið

Sóknarþungi Liverpool mætir míglekri vörn United

Guðrún Brá hefur leik í Marrakesh

Auglýsing