Sport

Kipchoge sló heimsmet karla í maraþoni

Nýtt heimsmet karla í maraþonhlaupi hefur verið sett.

Eliud Kipchoge setti í dag nýtt heimsmet í maraþonhlaupi karla í Berlínar maraþoninu.

Keníski hlauparinn Eliud Kipchoge setti í dag nýtt heimsmet karla í maraþonhlaupi. Gerði hann það þegar hann kom fyrstur í Berlínarmaraþoninu sem haldið var í Þýskalandi í dag. Hljóp hann maraþonið á 2 klukkustundum, einni mínútu og 39 sekúndum, eða 2:01:39. 

Fyrra heimsmet var slegið af Dennis Kimetto frá Kenía fyrir fjórum árum, einnig í Berlínarmaraþoninu. Var það 2:02:57 klst og því stórbætti Kipchoge heimsmetið í dag, eða um eina mínútu og 18 sekúndur.

Er um að ræða mestu bætingu heimsmets í maraþoni frá árinu 1968.

„Eina sem ég hef að segja er takk fyrir!“ Er haft eftir hlauparanum á vef AFP-fréttastofunar.

„Eina sem ég hef að segja er takk fyrir!“ Fréttablaðið/EPA

Kipchoge er einkar farsæll hlaupari og hefur sigrað tíu af þeim ellefu maraþonum sem hann hefur hlaupið, þar á meðal gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Handbolti

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Auglýsing

Nýjast

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Ramos vill fá meistarahringa frekar en medalíur

Auglýsing