Sport

Kipchoge sló heimsmet karla í maraþoni

Nýtt heimsmet karla í maraþonhlaupi hefur verið sett.

Eliud Kipchoge setti í dag nýtt heimsmet í maraþonhlaupi karla í Berlínar maraþoninu.

Keníski hlauparinn Eliud Kipchoge setti í dag nýtt heimsmet karla í maraþonhlaupi. Gerði hann það þegar hann kom fyrstur í Berlínarmaraþoninu sem haldið var í Þýskalandi í dag. Hljóp hann maraþonið á 2 klukkustundum, einni mínútu og 39 sekúndum, eða 2:01:39. 

Fyrra heimsmet var slegið af Dennis Kimetto frá Kenía fyrir fjórum árum, einnig í Berlínarmaraþoninu. Var það 2:02:57 klst og því stórbætti Kipchoge heimsmetið í dag, eða um eina mínútu og 18 sekúndur.

Er um að ræða mestu bætingu heimsmets í maraþoni frá árinu 1968.

„Eina sem ég hef að segja er takk fyrir!“ Er haft eftir hlauparanum á vef AFP-fréttastofunar.

„Eina sem ég hef að segja er takk fyrir!“ Fréttablaðið/EPA

Kipchoge er einkar farsæll hlaupari og hefur sigrað tíu af þeim ellefu maraþonum sem hann hefur hlaupið, þar á meðal gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Íslenski boltinn

Valur krækti í tvo öflulega leikmenn

Auglýsing

Nýjast

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Auglýsing